Category: Barna- og unglingaráð

Barna- og unglingaráð auglýsir eftir þjálfurum

Stjórn Barna- og unglingaráðs UMFS Dalvíkur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngriflokka félagsins. Félagið leitar eftir metnaðarfullum einstakling sem er tilbúinn að koma inn og taka þátt í uppbyggingu félagsins.Nokkrir flokkar eru í boði og mismunandi möguleikar, allt eftir samkomulagi. Erna Þórey Björnsdóttir, formaður Barna- og unglingráðs, gefur frekari upplýsingar um starfið og tekur á móti… Read more »

Strandarmót Jako um helgina

Á laugardaginn n.k. mun Strandarmót Jako fara fram. Mótið verður haldið á Dalvíkurvelli og leikur 8. flokkur fyrir hádegi og 7.flokkur eftir hádegi. 10 félög eru skráð á Strandarmótið í ár, liðin eru 86 og keppendur um 400 talsins. Leikjaniðurröðun mótsins er klár og hægt er að sjá hana hér: 8. flokkur – https://tinyurl.com/strandarmot8flokkur 7…. Read more »

Knattspyrnudeild fær styrk frá KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar-og viðurkenningasjóði félagsins, miðvikudaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 88. skipti sem sjóðurinn veitir styrki. Úthlutað var rúmum 15 milljónum króna til 42 aðila. Bæði Knattspyrnudeild Dalvíkur sem og Barna- og unglingráð fengu myndarlega úthlutun að þessu sinni og sendum við bestu þakkir til… Read more »

9-manna móti á Dalvíkurvelli frestað

Til stóð að halda prufumót á Dalvíkurvelli um helgina þar sem prófa átti nýtt fyrirkomulag fyrir 4. flokk, svokallaðan 9-manna bolta. Því móti hefur verið slegið á frest vegna Covid smita á Dalvík. Mikil umræða hefur verið í gangi innan knattspyrnusamfélagsins um hvernig bæta megi fyrirkomulagi í 4. flokki karla og kvenna. Oft þykir það… Read more »

Ljósamöstur á Dalvíkurvelli

Við getum glatt knattspyrnuáhugafólk með þeim fréttum að vinna við reisingu á ljósamöstrum við Dalvíkurvöll er komin í gang. Ljósamöstrin sjálf eru komin á svæðið sem og kastararnir. Hönnun er að fullu lokið, steypuvinna við undirstöður er hafin og hafa galvaskir sjálfboðaliðar verið að vinna á vellinum undanfarna daga í járnavinnu og almennum undirbúningi. Ljóst… Read more »

Styttist í Strandarmót

Strandarmót JAKO fer fram í fyrsta skipti á Dalvíkurvelli í sumar. Undanfarin áratug eða svo hefur mótið farið fram á Árskógsvelli en í fyrra féll mótið féll niður í fyrra vegna Covid. Mótið verður haldið laugardaginn 17. júlí á Dalvíkurvelli. Mótið er fyrir yngstu fótboltastjörnurnar, stelpur og stráka í 7. og 8. flokki. Skráning á… Read more »

Sumartafla yngriflokka

Sumaræfingar barna- og unglingaráðs í knattspyrnu hefjast 7. júní n.k. Hér fyrir neðan má sjá töfluna. Iðkendur fá fullan frístundastyrk frá Dalvíkurbyggð fram til 15. júní og ætlast er til að búið verði að skrá alla iðkendur í Æskuræktina fyrir þann dag Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með á Sportabler appinu og vera… Read more »

JAKO markaður á Dalvík 31. maí

Mánudaginn 31. maí munu starfsmenn JAKO koma til Dalvíkur setja upp markað í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar.Markaðurinn opnar seinnipart dags. Þar verður hægt að kaupa gæða fatnað frá JAKO á góðu verði. Eins verða Dalvíkur vörur á sérstöku tilboðsverði. Við hvetjum fólk til að nýta sér þetta frábæra tækifæri. Einnig minnum við á að það er hægt… Read more »

"Komdu í fótbolta" á Dalvík í dag

Verkefi á vegum KSÍ sem nefnist “Komdu í fótbolta” hefur göngu sína aftur í dag en verkefnið snýst um að aðili frá KSÍ ferðast vítt og breitt um landið, heimækir staði og félög, hittir fullt af fólki í smærri sveitarfélögum landsins og kynnir ýmsar hliðar fótboltans. Umsjónaraðili verkefnisins er hinn margfrægi Moli, Siguróli Kristjánsson, en… Read more »

Strandarmót JAKO 2021

Hið árlega Strandarmót JAKO verður haldið laugardaginn 17. júlí á Dalvíkurvelli. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í 8. og 7. flokki. Undanfarin ár hefur mótið farið fram á Árskógsvelli en nú hefur verið ákveðið að færa mótið á nýjan gervigrasvöllinn á Dalvík. Mótsfyrirkomulag verður þannig að 8. flokkur keppni frá klukkan 10:00 – 13:00… Read more »