Category: Barna- og unglingaráð

Gunnlaugur Rafn á úrtaksæfingar U16

Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson hefur verið valinn í hóp ungra leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins. Þjálfari U16 landsliðs Íslands er Davíð Snorri Jónasson. Æfingarnar fara fram helgina 26. – 28. október í Kórnum og Egilshöll. Þetta eru ekki fyrstu verkefnin sem Gulli tekur þátt í og verður spennandi að fylgjast… Read more »

KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 19.-21. október 2018. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og opið er fyrir skráningu. Um er að ræða frábært námskeið sem áhugasamir ættu að kynna sér. Menntun þjálfara og aðstandenda í kringum félög á Íslandi hefur mikið verið til umfjöllunar og skiptir þessi menntun… Read more »

Strandarmótið 2018

Strandarmótið okkar tókst með afbrigðum vel þar sem margar hendur unnu mikið og þarft verk fyrir klúbbinn. Í 25 ár hefur fólk mætt á hinn fornfræga Árskógsvöll Reynismanna og notið gleði og gæðaleikja yngstu og ástríðufyllstu leikmanna Norðurlands. Megi svo áfram verða með þátttöku og vinnuframlagi foreldra barna sem æfa knattspyrnu í Dalvíkurbyggð. Þegar þjálfarar… Read more »

Styttist í Strandarmótið

Í ár verður haldið uppá 25 ára afmæli Strandarmótsins. Mótið verður leikið sem fyrr á Árskógsvelli og fer það fram helgina 21. – 22. júlí.  Leikið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6. – 8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka. Á laugardeginum frá kl. 10:00-13:00 leikur 8.flokkur en 6.flokkur leikur frá 13:00 – 16:00…. Read more »

Nikulásarmótið á Ólafsfirði

Nikulásarmótið á Ólafsfirði var dagsmót að þessu sinni. UMFS Dalvík sendi fjögur lið til leiks sem er með mesta móti. Eitt af þessum liðum var einungis skipað stúlkum sem allar léku á sínu fyrsta knattspyrnumóti. Því ber að fagna. Hin þrjú liðin voru skipuð vanari iðkendum. Liðin léku af gleði, dugnaði og löngun og voru… Read more »

6. flokkur Set-móts meistarar!

6. flokkur Dalvíkur var um síðustu helgi á Selofssi þar sem flokkurinn tók þátt í Set mótinu. Eitt lið var skráð til leiks frá UMFS Dalvík og gekk mótið frábærlega.  Liðið var aðeins skipað krökkum úr 2009 árgangnum. UMFS Dalvík gerði sér lítið fyrir og unnu sína deild og komu því skælbrosandi með bikar í… Read more »

Frábært Norðurálsmót að baki

Leikmenn 7. flokks Dalvíkur héldu á Norðurálsmót ÍA á Akranesi helgina 8.-10. júní til að etja kappi við jafnaldra sína frá öllu landinu. UMFS Dalvík sendi tvö lið til leiks og fengu leikmennirnir 12 gríðarlega hvatningu frá foreldrum, systkinum, öfum og ömmum og fleiri aðdáendum liðsins daufa slaka úr norðrinu. Sómi var af framkomu og… Read more »

Æfingatafla yngriflokka sumarið 2018

Sumaræfingar hjá Barna- og unglingaráðs eru byrjaðar að rúlla að fullum krafti. Æfingatafla hjá yngriflokkum knattspyrnudeildar Dalvíkur er nú komin hér á heimasíðuna ásamt öðrum grunn upplýsingum. Við hvetjum foreldra til að fylgjast með nánari tilkynningum á facebook-síðum viðkomandi flokks. Þjálfarar eru: Elmar Eiríksson Ingvi Hrafn Ingvason Bessi Víðisson Aðstoðarþjálfari: Kelvin Sarkorh Nánari upplýsingar um þjálfara… Read more »

Þrír krakkar frá Dalvík í Hæfileikamótun KSÍ

Föstudaginn 18. maí fer fram Hæfileikamótun KSÍ fyrir stráka og stúlkur á norðurlandi. Að þessu sinni fara æfingarnar fram á Húsavík og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005. Þrír leikmenn frá Dalvík hafa verið valdir í þetta verkefni en þeir eru: Bessi Mar Ottósson Elvar Freyr Jónsson Rebbekka Lind Aðalsteinsdóttir Hópinn í heild… Read more »