Category: Barna- og unglingaráð

Opnunartími flugeldasölunnar

Líkt og áður standa Björgunarsveitin á Dalvík ásamt Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis að flugeldasölu á Dalvík. Flugeldasalan fer fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Gunnarsbraut 4 á Dalvík. Opnunartímar Flugeldasölunnar eru sem hér segir: 28.des 18:00 – 20:00 29.des 14:00 – 22:00 30.des 14:00 – 22:00 31.des 10:00 – 16:00 6.jan 13:00 – 18:00   Við hvetjum fólk… Read more »

Jako – Tilvalin jólagjöf

Eins og fram hefur komið hefur Knattspyrnudeild Dalvíkur gert samning við Jako. Sérstakt tilboð er í gangi á vörum UMFS Dalvíkur en tilboðið gildir til 23. desember 2018. Við hvetjum fólk því til að kynna sér málið vel og skoða vöruframboðið. Hægt er að versla vörurnar hér!

Dalvík í Jako – Tilboðsdagar í gangi!

Eins og greint var frá fyrir skömmu var ákveðið að skipta yfir í nýjan íþróttavöruframleiðanda og hefur Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert 4 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Jako. Því munu bæði meistaraflokkur sem og barna- og unglingaráð vera í fatnaði frá Jako næstu árin. Á vefsíðunni www.jakosport.is eru nokkrar vörur komnar í sölu og það á sérstöku Jólatilboði. Þar… Read more »

Gunnar Eiríksson nýr formaður B&U

Gunnar Eiríksson hefur tekið við sem formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Dalvíkur. Hann tekur við formennskunni af Margréti Magnúsdóttur sem hefur verið formaður B&U undanfarin ár. Gunnar er fólki vel kunnugur og hefur hann starfað töluvert í kringum félagið, bæði meistaraflokk sem og barna- og unglingaráð. Gunni (fæddur 1981) er mikill fótboltaáhugamaður mun halda áfram… Read more »

Jólabingó

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Dalvíkur heldur sitt árlega JólaBingó á miðvikudaginn 5. desember. Bingóið fer fram í sal Dalvíkurskóla og hefst klukkan 17:00. Spjaldið kostar litlar 500 kr. og sjoppa er á staðnum. Fjöldinn allur af veglegum vinningum og að sjálfsögðu allir í jólaskapi. Ath. enginn posi á svæðinu. Við hvetjum fólk til að fjölmenna… Read more »

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 11.-13. janúar 2019. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst á næstu dögum. Þátttökurétt hafa allir sem klárað hafa KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Til að klára KSÍ III námskeiðið þarf að vinna verkefni sem… Read more »

Þjálfaranámskeið á Akureyri

Síðasta tækifæri til að skrá sig á KSÍ II þennan veturinn: KSÍ II þjálfaranámskeið verður haldið á Akureyri 23.-25. nóvember 2018. Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum. Um er að ræða síðasta KSÍ II námskeiðið á þessu… Read more »

Dalvík hættir í Diadora

Knattspyrnudeild UMFS Dalvíkur mun hætta í samstarfi við Diadora og þ.a.l. ekki lengur kaupa fatnað frá íþróttavöruframleiðandanum. Samningaviðræður við nýjan framleiðanda standa yfir og getum við vonandi gefið út uppfærða stöðu mála fljótlega. Stefnan er að gera heildar samning fyrir Knattspyrnudeild Dalvíkur sem þjónustar þá bæði meistaraflokk sem og Barna- og unglingaráð sem og mögulega… Read more »

KSI II þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum. Þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I þjálfaranámskeið og eru með 1. stigs þjálfararéttindi. Opið er fyrir skráningu á námskeiðið og fer skráning fram hér: https://goo.gl/forms/xM2Rn6KIpLXahEOJ3 Við hvetjum áhugasama til… Read more »

Leikmenn í úrtaksæfingum U15 og U16

Fleiri leikmenn tengdir barna- og unglingastarfi Dalvíkur hafa verið boðaðir í úrtaksverkefni á vegum KSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 2.-4. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöllinni og Egilshöll. Þar verða þær Harpa Hrönn Sigurðardóttir (dóttir Jónu Gunnu og Rúnars) og Antonía Huld Ketilsdóttir (dóttir… Read more »