Dalvík/Reynir lék gegn Njarðvík um nýliðna helgi og var spilað á Rafholtsvellinum í Njarðvík.Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark okkar skoraði Áki Sölvason. Dalvík/Reynir hefur birt myndbönd úr öllum leikjum liðsins þetta sumarið en nálgast má myndböndin á Youtube rás félagsins (Dalvíksport TV). Sem fyrr er það Pálmi Heiðmann Birgisson sem klippir videoin saman… Read more »
Category: Meistaraflokkur
Myndir úr leik gærdagsins
Jóhann Már Kristinsson var með myndavélina á lofti í snjókomunni á Dalvíkurvelli í gær.Myndir úr leik gærdagsins, Dalvík/Reynir – Kári, má finna hér. Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn þegar okkar menn halda suður til Njarðvíkur.
Óskar Braga hættir sem þjálfari – Þórir tekur við
Knattspyrnudeild Dalvíkur og Óskar Bragason hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Óskar stígi til hliðar sem þjálfari liðsins. Óskar tók við liðinu haustið 2018 og gerði þá tveggja ára samning. Óskar stýrði liðinu í 2. deild í fyrra og endaði liðið þá í 8. sæti Íslandsmótsins. Knattspyrnudeild Dalvíkur vill nota tækifærið og þakka Óskari… Read more »
Myndbönd úr leikjum sumarsins
Á efnisveitunni Youtube má finna rás sem heitir Dalvíksport TV. Þar hafa myndböndum úr leikjum sumarsins verið hlaðið upp og geta stuðningsmenn liðsins því séð mörk og helstu atvik úr leikjum. Við hvetjum stuðningsfólk okkar til að fylgja Youtube-rásinni (subscribe). Dalvík/Reynir tekur upp flesta af leikjum sínum með VEO-upptökuvél sem keypt var fyrir sumarið og… Read more »
Spænskur sóknarmaður semur við D/R
Spænski sóknarmaðurinn Ramon Gimenez Murillo hefur skrifað undir samning við Dalvík/Reyni og mun hann ljúka tímabilinu með liðinu. Ramon er 25 ára gamall en hann getur leyst ýmsar stöður framarlega á vellinum. Ramon er nú þegar kominn með leikheimild með Dalvík/Reyni og verður spennandi að fylgjast með honum út tímabilið. Margir leikir eru framundan með… Read more »
Fótboltinn snýr aftur – leikið án áhorfenda
Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur landsins eflaust vita mun Íslensk knattspyrna snúa til baka eftir stutta Covid-pásu. Áhorfendur hafa verið bannaðir á öllum leikjum í meistaraflokki. Íþyngjandi kröfur hafa verið settar á félög á landinu öllu og má búast við athyglisverðum breytingum á umgjörð í kringum leiki. Hér má lesa sér til um allar helstu kröfur… Read more »
Myndir úr leik gærdagsins
Myndir úr leik Dalvíkur/Reynis og KF sem fór fram á Dalvíkurvelli í gærkvöldi eru nú komnar á netið. Mikil stemning var á Dalvíkurvelli og frábær mæting var á völlinn, en leikskýrslu leiksins má finna hér.Leikurinn var í beinni textalýsingu á fótbolta.net og má finna umfjöllun þeirra hér. Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti… Read more »
Myndir úr fyrsta heimaleik
Myndaalbúm úr fyrsta heimaleik sumarsins sem fór fram 20. júní gegn Þrótti Vogum eru nú komnar á netið. Myndirnar má nálgast hér Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en mark okkar skoraði Áki Sölvason. Myndirnar tók Viktor Hugi Júlíusson.
Sjáðu mörkin úr síðasta leik
Mikil umræða hefur skapast í íslensku fótboltasamfélagi eftir leik Dalvíkur/Reynis og Þróttar Vogum sem fór fram á Dalvíkurvelli á dögunum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikurinn hefur verið á milli tannana hjá fólki vegna dómaramistaka sem áttu sér stað undir lok leiksins. Umræðan hefur að stóru leyti snúist um að Þróttarar hafi verið rændir… Read more »
Gianni semur við Dalvík/Reyni
Þær frábæru fréttir voru að berast að Joan De Lorenzo Jimenez, betur þekktur sem Gianni, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni og mun hann því leika með liðinu í 2. deildinni í sumar. Gianni kom til liðs við Dalvík/Reyni á síðasta tímabili og lék hann stórt hlutverk í sóknarleik liðsins. Gianni býr yfir mikilli… Read more »
Nýlegar athugasemdir