Category: Meistaraflokkur

Breytingar á Kjarnafæðismótinu – D/R tekur þátt

Breytingar hafa verið gerðar á Kjarnafæðismótinu sem áætlað er að hefjist um miðjan janúar mánuð ef reglur um sóttvarnir leyfa.Leiknir F. hafa dregið lið sitt úr keppni og munu okkar menn í Dalvík/Reyni taka sæti þeirra í A-deildinni. Dalvík/Reynir verður því í riðli með KA, Þór2 og KF. Lið Nökkva frá Akureyri hefur komið inn… Read more »

Dalvík/Reynir tekur ekki þátt í Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir hefur ákveðið að draga liðið úr Kjarnafæðismótinu og mun ekki taka þátt þetta árið. Þetta var niðurstaðan eftir ósætti milli mótshaldara og Knattspyrnudeildar Dalvíkur um uppstillingu mótsins. Dalvík/Reyni var stillt upp í B-riðli og átti þar að leika gegn KA3, Þór3 og Samherjum. Leikirnir voru flest allir settir á KA-völl. Kjarnafæðismótið hefur verið fastur… Read more »

Flugeldasalan í fullum gangi

Flugeldasala Björgunarsveitar Dalvíkur og Knattspyrnudeildar UMFS er nú í fullum gangi. Í ár er brugðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu með því að bjóða upp á netsölu. Fólk getur því verslað flugeldana á netinu í gegnum heimasíðuna www.dalvik.flugeldar.is á auðveldan og þægilegan máta. Líkt og undanfarin ár fer flugeldasala Bjögunarsveitanna fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar við… Read more »

Samningur framlengdur við Landsbankann

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfs samningur milli Landsbankans og Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Landsbankinn mun því áfram vera aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Slíkir styrktarsamningar eru starfi knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð gríðarlega mikilvægir, sérstaklega á tímum sem þessum. Fyrirtæki sýna af sér mikla samfélagslega ábyrgð með styrktarsamningum sem þessum og standa þannig þétt við bakið á íþróttafélögum í… Read more »

Pétur Kristjánsson tekur við Dalvík/Reyni

Jóhann Hreiðarsson og Siguróli Kristjánsson í þjálfarateyminu! Pétur Heiðar Kristjánsson, eða Peddi eins og hann er kallaður, hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Samningurinn er til tveggja ára. Peddi er ungur og efnilegur þjálfari en hann ætti að vera Dalvíkingum vel kunnugur því árin 2014 og 2015 var hann m.a. spilandi þjálfari liðsins…. Read more »

Fiskkompaní sendir heim að dyrum

Frá og með mánudeginum 30.nóv og til áramóta ætlar Fiskkompaní Sælkeraverzlun á Akureyri að senda til Dalvíkur í samstarfi með Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Versla þarf á heimasíðu þeirra, www.fiskkompani.is, og verður þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum. Sendingagjaldið er 1500 kr. og rennur það óskipt til Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Panta þarf fyrir klukkan 23:59 á sunnudagskvöldi… Read more »

Leikmaður ársins og efnilegasti leikmaðurinn – Uppgjör sumarsins

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki líklegt að hefðbundið lokahóf fari fram á næstunni. Stjórn knattspyrnudeildar vildi hinsvegar halda í hefðir og verðlauna leikmann tímabilsins sem og efnilegasta leikmanninn. Kosnining fór fram meðal leik- og stjórnarmanna félagsins. Leikmaður ársins var valinn Borja López Laguna. Borja skoraði 7 mörk í 17 leikjum fyrir Dalvík/Reyni í… Read more »

Þórir ekki áfam með liðið – þjálfaraleit stendur yfir

Þórir Guðmundur Áskelsson, sem tók við liði Dalvíkur/Reynis undir lok tímabilsins, verður ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar. “Þórir kom inn með kraft, gleði og aga inn í okkar starf á erfiðum tímapunkti undir lok tímabilsins. Því miður náði hann ekki að stýra liðinu upp í öruggt sæti. Nú… Read more »

Erfitt, skrýtið en lærdómsríkt sumar að baki

Þann 30. okt sl. ákvað stjórn KSÍ að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ árið 2020 þrátt fyrir að nokkrum leikjum væri ólokið. Ljóst var að ákvörðunin var snúin og erfið og ekki allir á eitt sáttir. Með þessari ákvörðun lítur allt út fyrir að Dalvík/Reynir muni leika í 3. deild að ári. Árangur… Read more »

Myndband frá síðasta leik

Dalvík/Reynir lék gegn Njarðvík um nýliðna helgi og var spilað á Rafholtsvellinum í Njarðvík.Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark okkar skoraði Áki Sölvason. Dalvík/Reynir hefur birt myndbönd úr öllum leikjum liðsins þetta sumarið en nálgast má myndböndin á Youtube rás félagsins (Dalvíksport TV). Sem fyrr er það Pálmi Heiðmann Birgisson sem klippir videoin saman… Read more »