Category: Meistaraflokkur

Gunnlagur Rafn til Noregs á reynslu

Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Bærum SK. Gulli mun einnig æfa með Hönefoss í Noregi.Vefmiðillinn fótbolti.net fjallaði um málið í vikunni Gulli, sem er miðjumaður á 17 aldursári, hefur verið í æfingahóp meistaraflokks Dalvíkur/Reynis í töluverðan tíma og spilað alla leiki liðsins nú í vetur. Gulli… Read more »

Jafntefli gegn Leikni – myndir

Dalvík/Reynir og Leiknir F. mættust í Kjarnafæðismótinu í gær.Upphaflega átti leikurinn að fara fram á laugardeginum en var frestað til sunnudags. Leikurinn var fremur bragðdaufur en honum lauk með 1-1 jafntefli. Mark okkar manna skoraði hinn funheiti Gunnlaugur Bjarnar Baldursson. Leikskýrslu leiksins má sjá hér Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti. Kunnum við… Read more »

Kjarnafæðismótið: Leikið í dag gegn Leikni F.

Í gær, laugardaginn 11. janúar, var leik Dalvíkur/Reynis og Leiknis Fáskrúðsfirði frestað vegna veðurs.Leikurinn mun fara fram í dag, sunnudaginn 12. janúar, klukkan 15:15 í Boganum. Þetta er fyrsti leikur Leiknis manna í Kjarnafæðismótinu þetta árið en Dalvík/Reynir eru fyrir þennan leik með 7 stig eftir 3 leiki. Við hvetjum fólk til þess að taka… Read more »

Kjarnafæðismótið: Sigur gegn Völsung

Dalvík/Reynir tók á móti Völsung í A-deild Kjarnafæðismótsins í kvöld. Leikið var í Boganum á Akureyri. Leikurinn endaði með 2-1 sigri okkar manna en það voru þeir Gunnlaugur Bjarnar Baldursson og Jón Heiðar Magnússon sem skoruðu mörk okkar manna. Hér má sjá leikskýrslu leiksins Dalvík/Reynir eru því komnir með 7 stig í Kjarnafæðismótinu en næsti… Read more »

Sveinn Margeir tilnefndur til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar

Knattspyrnumaðurinn knái, Sveinn Margeir Hauksson, hefur verið tilnefndur til Íþróttamanns ársins fyrir hönd Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 17:00. Sveinn Margeir átti frábært tímabil með Dalvík/Reyni í 2. deildinni s.l. sumar. Sveinn vakti mikla athygli fyrir framistöðu sína og vakti hann áhuga… Read more »

Sigur gegn Magna í Kjarnafæðismótinu

Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir sinn annan leik í A-deild Kjarnafæðismótsins. Að þessu sinni var leikið við Magna frá Grenivík. Leikurinn endaði með 2-3 sigri okkar manna, en mörkin skoruðu þeir Steinar Logi Þórðarsson (víti), Pálmi Heiðmann Birgisson & Þorvaldur Daði Jónsson.Sá síðast nefndi er lánsmaður úr 2.flokk KA. Nokkur ný andlit voru í leikmannahópi Dalvíkur/Reynis… Read more »

Jafntefli í fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir lék sinn fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu gegn Þór Akureyri. Leikið var sem fyrr í Boganum á Akureyri. Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli. Okkar menn spiluðu sterkann varnarleik allar 90. mínúturnar en Þórsarar voru töluvert meira með boltann án þess þó að skapa sér mörg alvöru marktækifæri. Marga lykilleikmenn vantaði í lið Dalvíkur/Reynis en nokkur… Read more »

Dalvík/Reynir í A-deild Kjarnafæðismótsins

Kjarnafæðismótið byrjar að rúlla á sunnudaginn n.k. þegar Þór og KA2 eigast við í Boganum á Akureyri. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum. Knattspyrnudómarafélag Norðurlands hefur um árabil annast umgjörð mótsins og er mótið fastur liður í undirbúningi liða á norður og austurlandi…. Read more »

Sigurvegari Rokk leiksins!

Búið er að draga í Rokk-leiknum okkar á facebook. Leikurinn snérist um að merkja inn þá aðila sem viðkomandi vildi bjóða með sér á Rokkhátíðina sem fer fram á laugardaginn. Jónína Guðrún Jónsdóttir var svo heppin að vera dregin út og fær hún 5 frímiða á Rokkhátíðina, 5 drykki á barnum ásamt fráteknu borði fyrir… Read more »

Mörk og tilþrif sumarsins – Myndband

Snillingurinn Pálmi Heiðmann Birgisson, leikmaður Dalvíkur/Reynis og nemi í kvimyndaskóla Íslands, klippti saman frábært video af nokkrum mörkum og tilþrifum sumarsins 2019. Pálmi klippti einnig saman video fyrir tímabilið 2018 og það má nálgast með því að smella hér! Á video-inu má m.a. sjá frábærar dróamyndir af nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Við hvetjum fólk til… Read more »