Kelvin Wasseh Sarkorh, varnarmaðurinn knái, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Samningur hans gildir nú út tímabilið 2020. Kelvin hefur sýnt það og sannað hversu öflugur leikmaður hann er og frábær karakter innan sem utan vallar. Kelvin hefur í tvígang verið valinn leikmaður tímabilsins hjá Dalvík/Reynir og er hann liðinu gífurlega mikilvægur. Frábærar fréttir… Read more »
Category: Meistaraflokkur
Lokahóf Knattspyrnudeildar – Kelvin bestur!
Lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis fór fram á dögunum þar sem leikmenn, makar, stjórnarmenn, stuðningsmenn og aðrir velunnarar slúttuðu nýliðnu tímabili. Lokahófið var haldið í Bjórböðunum á Árskógssandi. Venju samkvæmt var kosinn leikmaður ársins, besti ungi leikmaðurinn og svo leikmaður ársins af stuðningsmannafélaginu Brúanum! Leikmaður ársins 2019: Kelvin SarkorhBesti ungi leikmaðurinn 2019: Sveinn Margeir HaukssonBrúa-leikmaður ársins: Jón… Read more »
Óskar Bragason áfram þjálfari D/R
– Leit hafin af nýjum aðstoðarmanni Stjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur hefur staðfest að Óskar Bragason mun áfram þjálfa meistaraflokk Dalvíkur/Reynis á næsta tímabili. Óskar var á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari D/R en hann tók við liðinu fyrir nýafstaðið tímabil og gerði hann þá tveggja ára samning. Óskar hefur nú flust búferlum til Dalvíkur ásamt fjölskyldu… Read more »
Tímabilinu lokið
Nú um helgina fór fram síðasta umferð 2.deildar karla tímabilið 2019. Töluverð spenna var í toppbaráttu deildarinnar en Leiknir F., Vestri og Selfoss áttu öll möguleika á að fara upp um deild. Okkar menn í Dalvík/Reyni léku síðasta leikinn þetta sumarið í Garðinum gegn heimamönnum í Víði. Leikið var við erfiðar aðstæður þar sem völlurinn… Read more »
Síðasti leikur sumarsins á laugardaginn
Laugardaginn 21. september fer fram lokaumferð 2.deildar karla þetta sumarið. Okkar menn leggja land undir fót og leika lokaleikinn gegn Víði Garði.Leikurinn hefst á Nesfisk-vellinum klukkan 14:00. Mikil spenna ríkir á toppi deildarinnar þar sem Leiknir F., Vestri og Selfoss eiga í harðri baráttu um sæti í Inkasso deildinni á næsta ári. Okkar menn sitja… Read more »
Síðasti heimaleikur sumarsins
Síðasti heimaleikur sumarsins fer fram á laugardaginn n.k. og verða það ÍR-ingar sem koma í heimsókn á Dalvíkurvöll. Aðeins einu stigi munar á liðunum en Dalvík/Reynir situr í 6. sæti deildarinnar með 28 stig og ÍR eru í 7. sæti með 27 stig. Fyrri leikur liðanna endaði með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli þar sem Borja López… Read more »
Rokkhátíðin á nýrri dagsetningu!
Rokkhátíðin fræga, sem slegið hefur eftirminnilega í gegn, hefur verið færð á nýja dagsetningu. Hátíðin fer fram laugardagskvöldið 2. nóvember 2019. Sem fyrr fer Rokkhátíðin fer fram í félagsheimilinu Árskógi og verður dagskráin nánar auglýst síðar. Við hvetjum vinnustaði, vinahópa og saumaklúbba til að taka daginn frá! Rokkstjóri hátíðarinnar verður Jóhann Már Kristinsson í samvinnu… Read more »
Jafntefli fyrir austan
Okkar menn léku í dag við Fjarðabyggð á Eskifirði í dag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru erfiðar því töluverð rigning hefur verið á austurlandi og var völlurinn eftir því. Númi Kárason gerði fyrsta mark leiksins á 50 mínútu leiksins, en stuttu síðar fékk leikmaður Fjarðabyggðar beint rautt spjald.Leikmenn KFF náðu hinsvegar að jafna metin á 73… Read more »
Dalvíkurvöllur vígður – Myndaveisla
Laugardaginn 31. ágúst var nýr og glæsilegur gervigrasvöllur á Dalvík formlega vígður með pompi og prakt. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur vígsluna og dagskráin var afar fjölbreytt. Um morguninn fór fram fótboltaleikur yngri iðkenda gegn foreldrum/forráðamönnum og hamborgaragrill. Við tók svo formleg hátíðardagskrá og vígsla sem Gísli Bjarnason stjórnaði. Til máls tóku m.a. þau Katrín… Read more »
Vígsla á laugardaginn!
Dalvíkurvöllur verður opinberlega vígður með pompi og prakt laugardaginn 31. ágúst. Dagskrá dagsins mun líta svona út: 11:00 Foreldrabolti yngriflokka og lokahóf!Foreldrar keppa á móti krökkunum á gervigrasvellinum. Eftir foreldraboltann fer lokahóf yngriflokka fram. 12:00 Grillaðir hamborgarar í boði! 13:00 Vígsluhátíð DalvíkurvallarDalvíkurvöllur vígður með pompi og prakt. Hátíðarræður & viðurkenningar. Rétt fyrir leik verður klippt… Read more »
Nýlegar athugasemdir