Category: Meistaraflokkur

Kelvin: Ógleymanleg lífsreynsla

Hinn öflugi varnarmaður Dalvíkur/Reynis, Kelvin Sarkorh, hefur sett sinn svip á liðið í sumar og slegið í gegn bæði innan vallar sem utan. Þessi auðmjúki drengur hefur í sumar þjálfað unga og efnilega krakka hjá félaginu við góðan orðstír og gefið mikið af sér. Kelvin, sem er Bandaríkjamaður, en ættaður frá Líberíu, spjallaði aðeins við… Read more »

John Connolly: Fólkið hér er frábært

Heimasíðan heldur áfram að taka spjall við leikmenn Dalvíkur/Reynis og að þessu sinni tókum við stöðuna á markmanninum okkar John S. Connolly. John, sem er Bandaríkjamaður, hefur spilar gífurlega vel í sumar og sett sinn svip á liðið. Ekki nóg með það að hann hefur staðið sig vel innan vallar þá er hann gæðablóð utan… Read more »

Takk fyrir okkur – Síðasti leikur á lau.

Kæru stuðningsmenn – Takk fyrir okkur! Nú þegar sæti í 2.deild að ári er tryggt er eitt markmið eftir, það er að tryggja okkur fyrsta sætið í deildinni og tryggja okkur titilinn. Síðasti leikur sumarsins fer fram á laugardaginn n.k. klukkan 14:00 á Ólafsfjarðarvelli. KF – D/R Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

We are going up!

Um helgina tryggði Dalvík/Reynir sér sæti í 2.deild að ári. D/R tók á móti KH á Dalvíkurvelli og var ljóst að sigur í leiknum myndi tryggja okkur annað af tveim efstu sætum deildarinnar. Jafntefli gat líka farið langt með þetta en þá hefðu önnur úrslit þurft að vera hagstæð. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn í… Read more »

Snorri Eldjárn: Bærinn iðar af lífi á leikdögum

Heimasíðan tók á dögunum gott kaffispjall við fyrirliða Dalvíkur/Reynis. Við skulum sjá hvað hinn lífsglaði og Kólumbíu-ættaði sprelligosi Snorra Eldjárn Hauksson hafði að segja um sumarið og framtíð knattspyrnunnar á Dalvík. „Þetta sumar hefur verið alveg einstaklega gott. Mikið af uppöldum leikmönnum að spila fyrir félagið sem þýðir að áhugi íbúa Dalvíkurbyggðar eykst. Brúinn vaknaði… Read more »

Síðasti heimaleikurinn – frítt á völlinn

Á laugardaginn n.k. fer fram síðasti heimaleikur Dalvíkur/Reynis þetta sumarið og er sá leikur vægast sagt mikilvægur. Með sigri getur D/R tryggt sæti sitt í 2. deild að ári. Dalvík/Reynir – KH Lau. 8. sept kl. 14:00 Dalvíkurvöllur Frítt á völlinn fyrir alla sem mæta í bláu! Liðsmenn KH eru ennþá í bullandi baráttu um að… Read more »

Vont tap gegn Vængjum

Í gær lék Dalvík/Reynir gegn Vængjum Júpíters í 16.umferð 3.deildar karla. Leikið var á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll. Okkar menn í Dalvík/Reyni léku ágætlega í þeim fyrri en liðið skapaði sér fín marktækifæri. D/R átti meðal annars marktilraun eftir horn sem endaði í stöng heimamanna en inn vildi boltinn ekki. Í síðari hálfleik náðu leikmenn… Read more »

Upphitun: Útileikur gegn Vængjum Júpíters

Sunnudaginn 26. ágúst fer fram þriðji leikur Dalvíkur/Reynis á 8 dögum en að þessu sinni etjum við kappi við Vængi Júpíters. Leikið verður á gervigrasinu við Egilshöll og hefst leikurinn kl. 15:00 Vængir Júpíters hafa heldur betur blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan 2-0 sigur gegn KH í síðustu umferð. Vængirnir eru því komnir með… Read more »

200 leikja Gunni – Myndaveisla úr síðasta leik

Gunnar Már Magnússon, leikmaður Dalvíkur/Reynis, var veitt viðurkenning fyrir síðasta heimaleik liðsins. Viðurkenninguna fær Gunnar fyrir að hafa náð þeim merka áfanga að leika 200 leiki fyrir meistaraflokk Dalvíkur. Gunnar hefur leikið bæði fyrir meistaraflokk Leiftur/Dalvíkur og svo flesta leiki fyrir Dalvík/Reyni. Vel gert, Gunni! Haukur Snorrason var með mynavélina á lofti og má sjá… Read more »

Þriðja jafnteflið í röð

Í gærkvöldi tóku heimamenn í D/R á móti Einherja frá Vopnafirði. Flott mæting var á völlinn og stemningin góð. Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins leiksins um miðbik fyrrihálfleiks en fyrir það áttu leikmenn m.a. þrjú stangarskot og nokkur góð marktækifæri sem ekki náði að nýta. Í síðari hálfleik byrjuðu leikmenn D/R að miklum… Read more »