Þær jákvæðu fréttir bárust á dögunum að á Alþingi var flutt frumvarp um endurgreiðslu til félagasamtaka vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir og íþróttafélög, og hvetja til þess aðfélögin efli… Read more »
Month: janúar 2019
Kjarnafæðismótið: Jafntefli gegn KF
Í gærkvöldi léku Dalvík/Reynir og KF í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn byrjaði klukkan 21:00 og stóð fram undir miðnætti! Leikurinn var hinn fjörugasti, hasar og mörk, eins og nágrannaslagir gerast bestir. Leiknum endaði með 3-3 jafntefli en liðsmenn D/R jöfnuðu metin á lokasekúndum leiksins. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom okkar mönnum yfir strax eftir 7 mínútur. KF… Read more »
Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir – KF á föstudagskvöldið
Föstudagskvöldið 25. janúar munu Dalvík/Reynir og KF mætast í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn hefst klukkan 21:00 og spilað verður sem fyrr í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir eru á toppi riðilsins ásamt Hetti/Huginn með 7 stig, en KF eru með 3 stig í riðlinum. Nokkur ný andlit hafa spilað með D/R í mótinu til þessa og hafa þeir leikmenn… Read more »
Jako fatnaður í Toppmenn og Sport
Á dögunum var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Dalvíkur hefði gert samning við Jako um fatnað félagsins næstu 4 ára. Nýji Dalvíkurfatnaðurinn frá Jako er nú kominn í verslun Toppmenn og Sport á Akureyri. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið.
Jafnt gegn Hetti/Huginn
Í gær léku okkar menn í Dalvík/Reyni gegn sameiginlegu liði Hattar og Hugins. Leikurinn var hluti af B-riðli Kjarnafæðismótsins. Fyrir leikinn voru liðið jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Höttur/Huginn komst 1-0 yfir þegar leikurinn var aðeins 13 mínútna gamall. Leikmenn D/R áttu ágætis kafla en náðu ekki að ógna marki andstæðinganna nógu markvisst…. Read more »
Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir leikur á morgun
Dalvík/Reynir leikur gegn ný sameinuðu liði Hugins og Hattar í Kjarnafæðismótinu á sunnudaginn n.k. Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17:15. Bæði lið eru með fullt hús stiga í riðlinum og ljóst er að þetta verður hörku leikur. Dalvík/Reynir vann ágætan 3-1 sigur á ungu og spræku liði KA-manna. Okkar menn… Read more »
Sigur gegn KA 3
Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir gegn spræku liði KA 3 í Kjarnafæðismótinu. Leikið var í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir var heilt yfir sterkari aðilinn þrátt fyrir að ungt og sprækt KA lið hafi átt sín tækifæri. Fyrsta mark leiksins kom strax á 11. mínútu leiksins en markið gerði Atli Fannar Írisarson. Þannig var staðan í hálfleik…. Read more »
Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir á leik í kvöld!
Í kvöld munu okkar menn í Dalvík/Reynir leika gegn KA 3 í Kjarnafæðismótinu. Leikið verður í Boganum og byrjar leikurinn klukkan 20:15. Dalvík/Reynir á þétt prógram framundan en liðið leikur 3 leiki á næstu 9 dögum. Leikjaprógrammið er: KA 3 D/R Miðv. 16. jan 20:15 Höttur/Huginn D/R Sun. 20. jan 17:15 KF D/R Fös. 25 jan… Read more »
Kjöri lýst á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar
Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 17:00. Þar verður okkar maður, Snorri Eldjárn Hauksson, sem tilnefndur er sem knattspyrnumaður ársins. Dagskrá 17:00 Gestir boðnir velkomnir með kaffi og kósýheitum 17:10 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga 17:15 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs veitir viðurkenningar úr Afreks… Read more »
Viktor Daði heim í D/R
Dalvík/Reynir heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í 2. deildinni á næsta ári. Viktor Daði Sævaldsson, Dalvíkingurinn knái, hefur skrifað undir tveggja ára samning við sitt heimafélag. Viktor Daði ætti að vera fólki í Dalvíkurbyggð vel kunnugur en hann kemur heim til D/R frá Einherja á Vopnafirði þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú… Read more »
Nýlegar athugasemdir