Sunnudaginn n.k. (25. ágúst) koma Kára-menn frá Akranesi í heimsókn á Dalvíkurvöll. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Kára menn eru með flott lið en þeir standa í harðri baráttu í neðrihluta deildarinnar. Undanfarið hafa þeir verið að ná í ágætis úrslit en þeir hafa aðeins tapað einum leik í síðustu fjórum umferðum. Liðsmenn D/R hafa ennþá… Read more »
Category: Meistaraflokkur
Myndaveisla úr sigurleik gærdagsins
Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsung í 2.deild karla. Leikið var á Dalvíkurvelli og var flott stemning á vellinum. Leikurinn endaði með 3-1 sigri okkar manna. Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö af mörkum okkar en fyrra markið var einkar fallegt. Sveinn vann boltann á miðjum vallarhelmingi Völsunga, rauk upp að vítateig… Read more »
Dalvík/Reynir – Völsungur
Miðvikudaginn 21. ágúst taka okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsungum frá Húsavík.Leikurinn hefst klukkan 18:00 og spilað verður á Dalvíkurvelli. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana okkar til sigurs! Áfram Dalvík/Reynir
Myndaveisla D/R – Tindastóll
Dalvík/Reynir hafði betur gegn spræku Tindastóls-liði þegar liðin mættust í Fiskidagsleiknum 2019. Leikurinn var hluti af 15. umferð í 2.deild karla. Markaskorarar Dalvíkur/Reynis voru þeir Sveinn Margeir Hauksson, Gianni De Lorenzo og Þröstur Mikael Jónasson.Hér má sjá leikskýrslu leiksins Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti og tók myndir úr leiknum. Hér fyrir neðan… Read more »
Brúinn leikskrá – Fiskidagsleikurinn
Leikskrá Brúans er komin út fyrir leik Dalvíkur/Reynis og Tindastóls. Við hvetjum fólk til þess að skoða leikskránna. Í leikskránni má finna viðtöl við Jóhann Má Kristinsson, yfirþjálfara barna- og unglingaráðs, og Kelvin Sarkorh leikmann D/R.Eins má finna myndir og annan fróðleik! Smelltu hér til lesa Brúann ÁFRAM D/R
Myndaveisla: Fyrsti leikur á Dalvíkurvelli
Haukur Snorrason var með myndavélina á lofti á fyrsta heimaleik okkar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir – Þróttur Vogum: 4-1 (27.07.2019) Myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna sem má finna HÉR.Einnig eru komnar inn myndir af leikmönnum liðsins en þær má sjá HÉR
Sveinn Margeir semur við KA – lánaður út sumarið
Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gengið frá sölu á Sveini Margeiri Haukssyni, leikmanni Dalvíkur/Reynis, til KA. Sveinn Margeir verður aftur á móti lánaður til Dalvíkur/Reynis og mun hann því klára tímabilið Dalvík. Sveinn Margeir skrifaði undir samning til 2022 við KA-menn nú síðdegis í dag. Sveinn Margeir hefur vakið áhuga liða úr efri deildum með frammistöðu sinni… Read more »
Fullkominn dagur á Dalvík
Í gær var sannkallaður hátíðardagur á Dalvík þar sem opnunarleikur á nýjum og stórglæsilegum gervigrasvelli á Dalvík fór fram.Þróttur Vogum voru mótherjar okkar í þessum leik. Góð mæting var á leiknum og frábær stemning. Leikurinn byrjaði rólega en undir lok fyrrihálfleiks skoruðu okkar menn tvö mörk á fimm mínútna kafla. Fyrsta markið á Dalvíkurvelli skoraði… Read more »
Upphitun fyrir leik D/R – Þróttur V
Þá er komið að fyrsta heimaleik á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir fá Þróttara frá Vogum í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14:00, laugardaginn 27. júlí.Frítt inn. Allir á völlinn! Ársmiðahafar, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og velunnarar athugið: Knattspyrnudeild Dalvíkur býður fólki í létt fyrirpartý á sólpallinn hjá Hauki Snorrasyni og fjölskyldu (Sunnubraut 2, Dalvík).Þar verður boðið… Read more »
Brúinn – leikskrá
Ákveðið var að gefa út netútgáfu af Brúanum, leikskránni frægu, sem gefin var út fyrir flest alla heimaleiki liðsins hér áður fyrr. Leikskránna má nálgast HÉR en þar má m.a. finna viðtöl við Óskar Bragason, þjálfara liðsins, ásamt viðtali við Þröst Mikael Jónasson, leikmann D/R. Við vonum að fólk líti á Brúann og mæti svo… Read more »
Nýlegar athugasemdir