Category: Meistaraflokkur

Vígsla á laugardaginn!

Dalvíkurvöllur verður opinberlega vígður með pompi og prakt laugardaginn 31. ágúst. Dagskrá dagsins mun líta svona út: 11:00 Foreldrabolti yngriflokka og lokahóf!Foreldrar keppa á móti krökkunum á gervigrasvellinum. Eftir foreldraboltann fer lokahóf yngriflokka fram. 12:00 Grillaðir hamborgarar í boði! 13:00 Vígsluhátíð DalvíkurvallarDalvíkurvöllur vígður með pompi og prakt. Hátíðarræður & viðurkenningar. Rétt fyrir leik verður klippt… Read more »

Kára menn í heimsókn á sunnudag

Sunnudaginn n.k. (25. ágúst) koma Kára-menn frá Akranesi í heimsókn á Dalvíkurvöll. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Kára menn eru með flott lið en þeir standa í harðri baráttu í neðrihluta deildarinnar. Undanfarið hafa þeir verið að ná í ágætis úrslit en þeir hafa aðeins tapað einum leik í síðustu fjórum umferðum. Liðsmenn D/R hafa ennþá… Read more »

Myndaveisla úr sigurleik gærdagsins

Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsung í 2.deild karla. Leikið var á Dalvíkurvelli og var flott stemning á vellinum. Leikurinn endaði með 3-1 sigri okkar manna. Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö af mörkum okkar en fyrra markið var einkar fallegt. Sveinn vann boltann á miðjum vallarhelmingi Völsunga, rauk upp að vítateig… Read more »

Dalvík/Reynir – Völsungur

Miðvikudaginn 21. ágúst taka okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsungum frá Húsavík.Leikurinn hefst klukkan 18:00 og spilað verður á Dalvíkurvelli. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja strákana okkar til sigurs! Áfram Dalvík/Reynir

Myndaveisla D/R – Tindastóll

Dalvík/Reynir hafði betur gegn spræku Tindastóls-liði þegar liðin mættust í Fiskidagsleiknum 2019. Leikurinn var hluti af 15. umferð í 2.deild karla. Markaskorarar Dalvíkur/Reynis voru þeir Sveinn Margeir Hauksson, Gianni De Lorenzo og Þröstur Mikael Jónasson.Hér má sjá leikskýrslu leiksins Sævar Geir Sigurjónsson var með myndavélina á lofti og tók myndir úr leiknum. Hér fyrir neðan… Read more »

Brúinn leikskrá – Fiskidagsleikurinn

Leikskrá Brúans er komin út fyrir leik Dalvíkur/Reynis og Tindastóls. Við hvetjum fólk til þess að skoða leikskránna. Í leikskránni má finna viðtöl við Jóhann Má Kristinsson, yfirþjálfara barna- og unglingaráðs, og Kelvin Sarkorh leikmann D/R.Eins má finna myndir og annan fróðleik! Smelltu hér til lesa Brúann ÁFRAM D/R

Myndaveisla: Fyrsti leikur á Dalvíkurvelli

Haukur Snorrason var með myndavélina á lofti á fyrsta heimaleik okkar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir – Þróttur Vogum: 4-1 (27.07.2019) Myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna sem má finna HÉR.Einnig eru komnar inn myndir af leikmönnum liðsins en þær má sjá HÉR

Sveinn Margeir semur við KA – lánaður út sumarið

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gengið frá sölu á Sveini Margeiri Haukssyni, leikmanni Dalvíkur/Reynis, til KA. Sveinn Margeir verður aftur á móti lánaður til Dalvíkur/Reynis og mun hann því klára tímabilið Dalvík. Sveinn Margeir skrifaði undir samning til 2022 við KA-menn nú síðdegis í dag. Sveinn Margeir hefur vakið áhuga liða úr efri deildum með frammistöðu sinni… Read more »

Fullkominn dagur á Dalvík

Í gær var sannkallaður hátíðardagur á Dalvík þar sem opnunarleikur á nýjum og stórglæsilegum gervigrasvelli á Dalvík fór fram.Þróttur Vogum voru mótherjar okkar í þessum leik. Góð mæting var á leiknum og frábær stemning. Leikurinn byrjaði rólega en undir lok fyrrihálfleiks skoruðu okkar menn tvö mörk á fimm mínútna kafla. Fyrsta markið á Dalvíkurvelli skoraði… Read more »

Upphitun fyrir leik D/R – Þróttur V

Þá er komið að fyrsta heimaleik á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalvík/Reynir fá Þróttara frá Vogum í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14:00, laugardaginn 27. júlí.Frítt inn. Allir á völlinn! Ársmiðahafar, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og velunnarar athugið: Knattspyrnudeild Dalvíkur býður fólki í létt fyrirpartý á sólpallinn hjá Hauki Snorrasyni og fjölskyldu (Sunnubraut 2, Dalvík).Þar verður boðið… Read more »