Category: Meistaraflokkur

Tap fyrir vestan

Um helgina léku okkar menn í Dalvík/Reyni á Ísafirði gegn góðu Vestra liði. Liðsmenn Dalvíkur/Reynir flugu vestur með leiguflugi frá Norlandair. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið að þreifa fyrir sér. D/R átti tvö hálffæri snemma leiks áður en Vestra menn náðu að pota inn marki á 30…. Read more »

Strandarmót Jakó

Nú er tæpur mánuður í að hið árlega Strandarmót Jako 2019 fari fram á Árskógsvelli. Mótið verður haldið helgina 20. – 21. júlí og leikið verður með hefðbundnu sniði. Styrkleikaskipt verður fyrir 6.-8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka. Laugardagur:8. flokkur 10:00 – 13:006. flokkur 13:00 – 16:00 Sunnudagur:7. flokkur 10:00 – 15:00 Að lokinni… Read more »

Sterkur sigur á Kára

Á sunnudaginn síðastliðinn héldu okkar menn upp á skipaskaga og léku þar við Káramenn.Leikið var í Akraneshöllinni. Leikurinn var hinn fjörugasti og voru alls skoruð fjögur mörk í fyrrihálfleiknum. Kára-menn komust yfir á 14. mínútu en D/R náði að jafna tveim mínútum síðar en það mark var sjálfsmark Kára manna.Á 22. mínútu fengu Kára-menn ódýra… Read more »

2. deild: Kári – Dalvík/Reynir

Næsti leikur okkar manna er gegn Kára-mönnum frá Akranesi. Leikið verður í Akranes-höllinni sunnudaginn 16. júní klukkan 18:00. Kári er sem stendur með 5 stig eftir 6 umferðir. Liðið hefur tekið þónokkrum breytingum frá síðasta ári en þar má finna unga og öfluga Skagastráka í blandi við reynslumikla leikmenn.Þjálfari liðsins er Skarphéðinn Magnússon, fyrrum markvörður… Read more »

Sigurvegarar í Jako-leiknum!

Fyrir leik Dalvíkur/Reynis og Selfoss var settur af stað Jako-getraunaleikur á facebooksíðu Dalvíkur/Reynis.Leikurinn gekk út á að stuðningsmenn áttu að giska á rétt úrslit leiksins og í verðlaun voru tvær nýjar Jako keppnistreyjur Dalvíkur/Reynis. Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að birta sigurvegara leiksins fyrr en nú. Sigurvegararnir eru þeir Bjarmi Skarphéðinsson og Ingvi Hrafn… Read more »

Myndaveisla úr leik Völsungs og D/R

Á dögunum fór fram leikur Völsungs og Dalvíkur/Reynis í 2.deild karla. Spilað var á Húsavíkurvelli við frábærar aðstæður.Leikurinn endaði með dramatísku 1-1 jafntefli. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson og kunnum við honum bestu þakkir. Myndirnar eru einnig komnar inn í myndasafnið á Dalvíksport.is síðunni sem má finna HÉR

2.deild: Völsungur – D/R

Á morgun, fimmtudaginn 6. júní, munu okkar menn í Dalvík/Reyni halda austur til Húsavíkur og leika þar við Völsung.Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Húsavíkurvelli. Lið Völsungs hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt af allra bestu liðunum í þessari deild. Liðið er gífurlega vel skipulagt og vel mannað.Þeir sitja um þessar mundir í 6…. Read more »

2.deild: Dalvík/Reynir – Selfoss

Í dag, fimmtudaginn 30. maí, tekur Dalvík/Reynir á móti Selfossi í Boganum á Akureyri.Leikurinn hefst klukkan 16:00. Selfyssingar eru að mörgum taldir með eitt besta liðið í 2.deild karla en liðið féll óvænt úr Inkasso-deildinni í fyrra. Fyrir nokkrum vikum síðan áttust þessi lið við í úrslitaleik Lengjubikarsins og vann þá Selfoss sannfærandi sigur. Við… Read more »

Ársmiðar komnir í sölu!

Ársmiðar fyrir tímabilið 2019 eru nú komnir í sölu. Ársmiða má nálgast hjá öllum stjórnar- og leikmönnum D/R. Einnig er hægt að panta ársmiða á netfanginu [email protected] og/eða á facebooksíðu félagsins. Ársmiðinn kostar litlar 11.000 kr. en innifalið í honum er aðgangur fyrir einn á alla heimaleiki Dalvíkur/Reynis ásamt léttum hálfleiks veitingum. Á meðan Dalvík/Reynir… Read more »

Sauðárkrókur í kvöld!

Í dag, föstudaginn 24. maí, leikur Dalvík/Reynir gegn Tindastóli á Sauðárkróksvelli.Leikurinn hefst kl 19:15. Tindastóls-menn hafa byrjað tímabilið illa en liðið hefur tapað fyrstu þrem leikjunum. Þeir eru hinsvegar með hörku lið sem byggt er upp á góðum erlendum leikmönnum ásamt sprækum heimamönnum og lánsmönnum af svæðinu. Okkar menn koma hungraðir til leiks í sinn… Read more »