Category: Meistaraflokkur

Þrír leikmenn framlengja samninga

Þeir Steinar Logi Þórðarson, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Jón Björgvin Kristjánsson hafa allir skrifað undir nýja samninga við Dalvík/Reyni. Leikmennirnir gera allir tveggja ára samninga við félagið. Steinar Logi Þórðarsson lék í sumar sinn hundraðasta leik fyrir félagið en hann er 25 ára varnarmaður. Hann hefur verið einn dyggasti leikmaður liðsins undanfarin ár og einn… Read more »

Hvað vitum við?

Hljóðvarpsþátturinn Hvað vitum við? hefur hafið göngu sína og eru það snillingarnir Heiðar Andri, Ívar Breki og Ragnar Freyr sem eru umsjónarmenn þáttarins. Í þættinum skapast oft heitar umræður og málin rædd á hreinni íslensku. Aðal umræðuefni þáttanna er knattspyrna og er mikil umræða um Dalvík/Reyni og Dalvískan fótbolta. Í þætti #2 komu þeir Sveinn… Read more »

Sveinn Þór hættir sem þjálfari D/R

Sveinn Þór Steingrímsson hættir sem þjálfari meistaraflokks Dalvíkur/Reynis en þetta staðfestir Stefán Garðar Níelsson, formaður Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Sveinn tók við sem aðalþjálfari liðsins um mitt sumar 2017 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Atla Má Rúnarssyni. Á nýliðnu tímabili náði liðið frábærum árangri undir hans stjórn og stóðu uppi sem deildarmeistarar í 3. deildinni. Knattspyrnudeild… Read more »

Magnaður ferill Atla Viðars á enda

Dalvíkingur Atli Viðar Björnsson gaf út í morgun að ferill hans væri á enda og kominn tími til að hefja nýjan kafla. Atli Viðar er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með FH ásamt því að vera þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar Íslandsmóts karla frá upphafi með 113 mörk. „Rúmum 32 árum eftir fyrsta fótboltamótið, 22 árum eftir… Read more »

Nökkvi Þeyr á reynslu til Valerenga

Sóknarmaðurinn efnilegi Nökkvi Þeyr Þórisson fer í byrjun október á reynslu til Valerenga í Noregi. Nökkvi mun skoða aðstæður hjá klúbbnum og æfa með aðalliði Valerenga í vikutíma. Valerenga er sem stendur í 7. sæti efstudeildar í Noregi. Hjá félaginu er einn Íslendingur en það er HM-farinn Samúel Kári Friðjónsson. Stjóri liðsins er Ronny Deila en… Read more »

Fjórir leikmenn D/R í liði ársins

Fréttavefurinn Fótbolti.net hefur valið lið ársins í 3. deildinni þetta sumarið. Fjórir leikmenn Dalvíkur/Reynis hafa verið valdir í liðið og er það mikið gleðiefni. Leikmennirnir eru John S. Connolly, Kelvin Sarkorh, Sveinn Margeir Hauksson og Nökkvi Þeyr Þórisson. Hér fyrir neðan má sjá mynd af liði ársins ásamt tengli á fréttina. Fréttina frá fótbolti.net má lesa… Read more »

Myndband: Mörk og tilþrif sumarsins

Í sumar voru flest allir heimaleikir D/R teknir upp ásamt völdum útileikjum. Myndatökumaður okkar var að sjálfsögðu okkar sterkasti Einsi Ara. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá frábæru sumri hjá Dalvík/Reyni. Pálmi Heiðmann Birgisson klippti saman þetta geggjaða myndband af helstu tilþrifum sumarsins. Við þökkum Pálma kærlega fyrir. Við mælum með því að horft… Read more »

Lokahóf knattspyrnudeildar

Á laugardaginn s.l. fór fram lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Kvöldið var flott í alla staði og vandað var til verks enda ekki á hverju ári sem félagið vinnur deildarmeistaratitil. Lokahófið var haldið í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og var Sigurvin „Fíllinn“ Jónsson að sjálfsögðu veislustjóri kvöldsins. Matur og þjónusta var í umsjón Norðurs, nýja veitingastaðnum á Dalvík…. Read more »

Bikarinn á loft (myndaveisla)

Haukur Snorrason var með myndavélin á lofti þegar Dalvík/Reynir fengu afhendan titilinn á Ólafsfjarðarvelli, eftir leik KF-D/R á laugardaginn s.l. Myndirnar tala sínu máli, mikil gleði og gífurleg fagnaðarlæti. Til hamingju allir!

Dalvík/Reynir 3. deildarmeistari 2018!

Á laugardaginn síðastliðinn lék Dalvík/Reynir sinn síðasta leik í 3. deildinni. Leikið var í Ólafsfirði gegn KF. Fyrir leik var töluverð spenna því nokkur lið áttu tækifæri á fylgja Dalvík/Reynir upp um deild, meðal annars KF. Leikurinn var vissulega ekki sá besti sem Dalvík/Reynir hefur leikið þetta sumarið en honum lauk með 2-1 sigri KF. Jóhann Örn… Read more »