Vinnu við uppsetningu flóðljósa á Dalvíkurvelli fer nú senn að ljúka og styttist í að ljósin verði tekin í notun. Öll möstrin eru komin upp og á sinn stað og tengivinna hjá rafvirkjum stendur nú yfir. Það má þó búast við að einhver vinna við fínstillingar, ljósastýringu og annað slíkt muni standa yfir næstu misseri…. Read more »
Category: Meistaraflokkur
Jói og Peddi stýra D/R saman
Stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur hefur gengið frá samningum við tvo aðalþjálfara sem stýra munu liðinu saman næsta sumar. Þetta eru þeir Pétur Heiðar Kristjánsson og Jóhann Hreiðarsson. Samningurinn er til eins árs. Peddi var aðalþjálfari liðsins á síðasta tímabili og Jói honum til aðstoðar, en með ákveðnum áherslubreytingum munu þeir félagar halda samstarfinu áfram. “Við teljum… Read more »
Lokahóf knattspyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur fór fram s.l. laugardagskvöld á veitingarstaðnum Norður á Dalvík.Vel var veitt í mat og drykk og var kvöldið hið skemmtilegasta. Einar Hafliða frá Urðum í Svarfaðardal var veislustjóri kvöldsins og Eyþór Ingi kom og hleypti lífi í kvöldið. Sem fyrr voru viðurkenningar veittar fyrir sumarið. Eins var notað tækifærið og viðurkenningar fyrir… Read more »
Myndir úr leiknum gegn Einherja
Dalvík/Reynir tók á móti Einherja á Dalvíkurvelli í gær. Leiknum lauk með 2-1 sigri okkar manna.Mörkin gerðu þeir Jón Heiðar Magnússon og Borja López Lagúna. Sævar Geir Sigurjónsson, fréttaljósmyndari, var á staðnum og tók nokkrar myndir.Myndirnar má nálgast hér á dalviksport.is Við þökkum Sævari kærlega fyrir myndirnar.
Myndaveisla frá Sindra leiknum
Í gær, fimmtudaginn 5. ágúst, tók Dalvík/Reynir á móti Sindra frá Höfn. Leikið var við frábærar aðstæður á Dalvíkurvelli. Leiknum lauk með 3-2 sigri Dalvíkur/Reynis þar sem Borja López Lagúna gerði þrennu! Sævar Geir Sigurjónsson, ljósmyndari, mætti á svæðið og skaut nokkrum myndum. Hér má nálgast myndaveislu úr leik gærdagsins en myndaveislan er einnig komin… Read more »
3. deild: Leikur gegn Hetti/Huginn
Fimmtudaginn 24. júní fer fram leikur á Dalvíkurvelli þegar topplið Hattar/Hugins mætir okkar mönnum.Leikur hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli. Höttur/Huginn er besta lið 3. deildar og sitja á toppnum í deildinni með 19 stig. Þeir hafa aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli. Okkar menn í Dalvík/Reyni hafa verið að ströggla í síðustu útileikjum… Read more »
Toppslagur í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli
Sunnudaginn 20. júní fer fram toppslagur í Pepsi Max deild karla á Dalvíkurvelli þegar KA og Valur mætast.Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer miðasala fram í gegnum Stubb-appið. Greifavöllur, heimavöllur KA manna, er ekki tilbúinn í slaginn þrátt fyrir að liðið sé langt fram á júní mánuð og verður leikurinn því spilaður á Dalvíkurvelli. Þetta… Read more »
Hátíðarleikur á Dalvíkurvelli
Mikið framundan hjá liðinu… Þann 17. júní fer fram leikur á Dalvíkurvelli milli Dalvíkur/Reynis og KFS frá Vestmannaeyjum. Leikurinn er hluti af 7. umferð 3. deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður hann sýndur beint á Youtube rás okkar, DalvíksportTV.Sem fyrr er útsending í boði Böggur Ehf. Okkar menn eru að sigla inn í… Read more »
Slagur á Dalvíkurvelli í kvöld
Í kvöld, fimmtudagskvöld 3. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og Tindastóls í 3. deild karla.Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli. Miðasala er opin á Stubb-appinu.Við minnum fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum, grímuskylda er á vellinum og fara skal eftir öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum. Við minnum á að sjoppa er á staðnum til styrktar… Read more »
Vilt þú aðstoða við Dalvíksport TV?
Knattspyrnudeild Dalvíkur stefnir á að sýna heimaleiki liðsins í beinu streymi á YouTube rás liðsins, DalvíksportTV.Við auglýsum eftir aðila/aðilum sem tilbúnir eru til að aðstoða okkur við þennan lið í framkvæmd á heimaleikjum. Á dögunum fékk Knattspyrnudeild nýjan búnað að gjöf frá smíðafyrirtækinu Böggur ehf.Videovélin er góð en ásamt henni fylgir stýrikerfi sem er gríðarlega… Read more »
Nýlegar athugasemdir