Category: Meistaraflokkur

Áki Sölvason og Angantýr Máni lánaðir í Dalvík/Reyni

Sóknarmennirnir Áki Sölvason & Angantýr Máni Gautason hafa verið lánaðir frá KA til Dalvíkur/Reynis og munu því spila með liðinu í 2. deilinni í sumar. Áki, sem er fæddur 1999, er sóknarmaður en hann á leiki að baki í Pepsi- og Inkasso deild. Í fyrra var hann á láni hjá Magna í Inkasso-deildinni en sumarið… Read more »

Ársmiðar komnir í sölu

Ársmiðar á Dalvíkurvöll fyrir sumarið 2020 eru nú komnir í sölu en hægt er að nálgast miða hjá öllum leikmönnum Dalvíkur/Reynis, stjórnarmönnum eða á netfanginu [email protected]. Ársmiðarnir kosta litlar 10.000 kr. og gilda fyrir einn á alla leiki Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla.Fyrsti leikur er einmitt á laugardaginn næsta (20. júní) þegar Þróttur Vogum kemur… Read more »

Dalvík/Reyni spáð 10. sæti

Sérfræðingar á vegum vefmiðilsins fótbolta.net eru um þessar mundir að birta spá sína fyrir komandi sumar í 2.deild karla. Þar er okkar mönnum í Dalvík/Reyni spáð í 10. sæti deildarinnar. Umfjöllunin er nokkuð skemmtileg og þar er m.a. fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Hægt er að lesa umfjöllunina með því… Read more »

Tap í bikarleik

Dalvík/Reynir er úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið eftir tap gegn KF í fyrstu umferð. Leikurinn endaði með 1-2 sigri KF en sigurmark leiksins kom í blá lokin. Dalvík/Reynir léku manni færri síðasta korterið í leiknum eftir að Rúnar Freyr Þórhallsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark okkar manna gerði Áki… Read more »

Mjólkurbikarinn: Fyrsti leikur gegn KF

Á morgun, laugardaginn 6. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og KF í fyrstu umferð mjólkurbikarsins.Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli og verður frítt á völlinn. Segja má að um fyrsta alvöru leik sumarsins sé að ræða en sigurvegar úr þessum leik leika svo gegn Magna Grenivík næsta laugardag. Íslandsmótið sjálft hefst svo 20. júní þegar… Read more »

Æfingaleikir framundan – Pepsi Max lið á Dalvíkurvelli

Í dag, 25. maí, hefur þeim takmörkum verið aflétt að meistaraflokkar mega hefja starfsemi sína að fullum krafti. Mörg lið hafa skipulagt æfingaleiki til að gera sig klára í komandi verkefni. Okkar menn í Dalvík/Reyni munu leika tvo æfingaleiki á Dalvíkurvelli á næstu dögum en þeir eru: Mán. 25. maí kl. 18:15 D/R – KA… Read more »

Jóhann Hreiðarsson nýr aðstoðarþjálfari D/R

Jóhann Hilmar Hreiðarsson hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari Dalvíkur/Reynis fyrir komandi tímabil og hefur hann nú þegar hafið störf. Jói hefur undanfarin ár þjálfað hjá Val, en þar var hann þjálfari 2.flokk karla ásamt afreksakademíu félagsins. Jóa þarf vart að kynna fyrir Dalvíkingum og stuðningsmönnum liðsins. Hann hefur leikið í rúmlega 115 leiki fyrir… Read more »

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00. Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu okkar á neðri hæð sundlaugar. Hefðbundin aðalfundarstörf.Léttar veitingar í boði – allir velkomnir! Hvetjum fólk til þess að mæta. Stjórn Knattspyrnudeildar D/R

Páskahappdrættið komið í sölu

Hið árlega Páskahappdrætti knattspyrnudeildar Dalvíkur er nú komið í sölu.Hægt er að nálgast miða hjá öllum leikmönnum D/R, hjá stjórnarmönnum, í gegnum facebook og á tölvupóstinu [email protected] Vinningarnir eru ekki að verri endanum þetta árið en heildarverðmæti vinninga er í kringum 856.000 kr. Hér má sjá vinningaskránna – hægt er að smella á myndina til… Read more »

Næsti leikur gegn Einherja

Næsti leikur okkar manna í Dalvík/Reyni mun fara fram á laugardaginn 14.mars gegn Einherja frá Vopnafirði.Um er að ræða frestaðan leik sem átti að fara fram í lok febrúar á Dalvíkurvelli. Leikurinn verður spilaður í Boganum á Akureyri og hefst hann klukkan 17:15. Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og hvetja okkar… Read more »