Föstudagskvöldið 25. janúar munu Dalvík/Reynir og KF mætast í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn hefst klukkan 21:00 og spilað verður sem fyrr í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir eru á toppi riðilsins ásamt Hetti/Huginn með 7 stig, en KF eru með 3 stig í riðlinum. Nokkur ný andlit hafa spilað með D/R í mótinu til þessa og hafa þeir leikmenn… Read more »
Category: Meistaraflokkur
Jako fatnaður í Toppmenn og Sport
Á dögunum var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Dalvíkur hefði gert samning við Jako um fatnað félagsins næstu 4 ára. Nýji Dalvíkurfatnaðurinn frá Jako er nú kominn í verslun Toppmenn og Sport á Akureyri. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið.
Jafnt gegn Hetti/Huginn
Í gær léku okkar menn í Dalvík/Reyni gegn sameiginlegu liði Hattar og Hugins. Leikurinn var hluti af B-riðli Kjarnafæðismótsins. Fyrir leikinn voru liðið jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Höttur/Huginn komst 1-0 yfir þegar leikurinn var aðeins 13 mínútna gamall. Leikmenn D/R áttu ágætis kafla en náðu ekki að ógna marki andstæðinganna nógu markvisst…. Read more »
Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir leikur á morgun
Dalvík/Reynir leikur gegn ný sameinuðu liði Hugins og Hattar í Kjarnafæðismótinu á sunnudaginn n.k. Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17:15. Bæði lið eru með fullt hús stiga í riðlinum og ljóst er að þetta verður hörku leikur. Dalvík/Reynir vann ágætan 3-1 sigur á ungu og spræku liði KA-manna. Okkar menn… Read more »
Sigur gegn KA 3
Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir gegn spræku liði KA 3 í Kjarnafæðismótinu. Leikið var í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir var heilt yfir sterkari aðilinn þrátt fyrir að ungt og sprækt KA lið hafi átt sín tækifæri. Fyrsta mark leiksins kom strax á 11. mínútu leiksins en markið gerði Atli Fannar Írisarson. Þannig var staðan í hálfleik…. Read more »
Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir á leik í kvöld!
Í kvöld munu okkar menn í Dalvík/Reynir leika gegn KA 3 í Kjarnafæðismótinu. Leikið verður í Boganum og byrjar leikurinn klukkan 20:15. Dalvík/Reynir á þétt prógram framundan en liðið leikur 3 leiki á næstu 9 dögum. Leikjaprógrammið er: KA 3 D/R Miðv. 16. jan 20:15 Höttur/Huginn D/R Sun. 20. jan 17:15 KF D/R Fös. 25 jan… Read more »
Kjöri lýst á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar
Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 17:00. Þar verður okkar maður, Snorri Eldjárn Hauksson, sem tilnefndur er sem knattspyrnumaður ársins. Dagskrá 17:00 Gestir boðnir velkomnir með kaffi og kósýheitum 17:10 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga 17:15 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs veitir viðurkenningar úr Afreks… Read more »
Viktor Daði heim í D/R
Dalvík/Reynir heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í 2. deildinni á næsta ári. Viktor Daði Sævaldsson, Dalvíkingurinn knái, hefur skrifað undir tveggja ára samning við sitt heimafélag. Viktor Daði ætti að vera fólki í Dalvíkurbyggð vel kunnugur en hann kemur heim til D/R frá Einherja á Vopnafirði þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú… Read more »
Númi Kárason í Dalvík/Reyni
Þær frábæru fréttir voru að berast að sóknarmaðurinn Númi Kárason hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun hann því leika með liðinu í 2.deild á komandi tímabili. Númi, sem er fæddur árið 1996, er uppalinn Þórsari en lék síðasta sumar með Einherja á Vopnafirði þar sem hann spilaði mjög vel. Hann lék… Read more »
Snorri Eldjárn knattspyrnumaður Dalvíkurbyggðar
Varnarmaðurinn hávaxni og fyrirliði Dalvíkur/Reynis, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur verið tilnefndur sem Knattspyrnumaður ársins og verður því fulltrúi knattspyrnudeildar í tilnefningu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar sem og Íþróttamanni UMSE. “Snorri Eldjárn var fyrirliði meistaraflokks Dalvíkur/Reynis sem náði þeim frábæra árangri að standa uppi sem Íslandsmeistari í 3. deild karla sumarið 2018. Grunnurinn að velgengni Dalvíkur/Reynis í… Read more »
Nýlegar athugasemdir