Category: Meistaraflokkur

Aron Máni og Bjarmi semja við D/R

Leikmennirnir Aron Máni Sverrisson og Bjarmi Fannar Óskarsson hafa gert tveggja ára samning við Knattspyrnudeild D/R.Þeir ganga til liðs við frá Þór Akureyri. Þeir félagar voru báðir á láni með D/R síðasta sumar og smell pössuðu inn í hópinn.Þeir eru báðir tvítugir að aldri. Aron Máni er vinstrifótar varnarmaður og lék hann 20 leiki í… Read more »

Dragan Stojanovic tekinn við þjálfun D/R

Knattspyrnudeild D/R hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara liðsins, Dragan Kristinn Stojanovic. Dragan er gífurlega reyndur þjálfari en hann hefur undanfarin ár þjálfað Fjarðabyggð í 2.deild karla. Á undan því hefur hann þjálfað hjá Þór Akureyri, Völsung, kvennalið ÞórKA og KF. Dragan, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, gerir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni…. Read more »

Lokahóf 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi. Lokahófið fór fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, fjölmennt var á kvöldinu og vel heppnað. Veislustjóri kvöldsins var Dalvíkingurinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Matti Matt.Kvöldið var hið glæislegasta, góður matur, mikið líf og mikið fjör. Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka þeim sem unnu við… Read more »

Jói og Peddi láta af störfum

Jóhann Hilmar Hreiðarsson og Pétur Heiðar Kristjánsson hafa óskað eftir því við stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis að láta af störfum sem þjálfarar meistaraflokks. Þeir félagar hafa nú þjálfað liðið undanfarin tvö tímabil og stýrðu liðinu í annað sætið á þessu tímabili, sem tryggði sæti í 2. deild að ári. Stjórn knattspyrnudeildar vill nota tækifærið og þakka… Read more »

Rekstur knattspyrnudeildar í góðu jafnvægi

– Breytingar á stjórn Knattspyrnudeildar Á dögunum fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFS Dalvíkur vegna rekstrarárs 2021.Ágætlega var mætt á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um Knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð. Rekstur Knattspyrnudeildar er í góðu jafnvægi og hefur lítið breyst á milli ára. Ljóst var að Covid faraldurinn myndi hafa áhrif á reksturinn ásamt því að enginn… Read more »

Þétt setinn Maí mánuður

Það hefur eflaust ekki farið framhjá fólki að mikið líf hefur verið á Dalvíkurvelli undanarið. Íslandsmótið er farið af stað í yngriflokkum sem og hjá meistaraflokki D/R. Einnig hafa önnur félög hafa leitað til okkar og spilað heimaleiki sína í fyrstu umferðum Íslandsmótsins á Dalvíkurvelli, þar sem þeirra vellir eru ekki orðnir leikfærir. Maí mánuður… Read more »

Matthew Woo Ling semur við D/R

Miðjumaðurinn knái Matthew Woo Ling hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun leika með liðinu í sumar. Matthew er 25 ára og kemur frá Trinidad and Tobago. Hann á nokkra landsleiki að baki fyrir þjóð sína og var m.a. í landsliðsverkefnum í janúar á þessu ári.Hann kemur til liðs við D/R frá Miami… Read more »

Tímabilið að byrja – Ársmiðar til sölu

Nú er komið að því – Tímabilið 2022 er að byrja.Dalvík/Reynir tekur á móti KH í fyrsta leik sumarsins laugardaginn 7. maí. Leikurinn hefst klukkan 13:00 á Dalvíkurvelli. Ársmiðar eru komnir í sölu og hægt er að nálgast miða hjá öllum leik- og stjórnarmönnum félagsins. Miðinn kostar litlar 9000 kr! Ársmiðar verða til sölu í… Read more »

Afmælistilboð JAKO

Í tilefni að 20 ára afmæli JAKO hafa þau sett í loftið sérstaka tilboðsdaga. 20% afsláttur er í boði af öllum vörum með kóðanum “20ARA“. Tilboðið er gildir frá 31. janúar til 12. febrúar og gildir bæði á netinu og í verslun. Við hvetjum fólk til að nýta sér tilboðin sem í boði eru. Hér… Read more »

Þröstur Mikael semur til tveggja ára

Dalvíkingurinn grjótharði Þröstur Mikael Jónasson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni. Þröstur kemur til liðs við D/R frá Grindavík. Þröstur kom á láni um mitt síðastliðið sumar og sýndi þar hversu mikilvægur hann er okkar liði. Hann lék 14 leiki og gerði í þeim 5 mörk í 3.deildinni s.l. sumar og á lokahófi… Read more »