Category: Meistaraflokkur

Styttist í fyrsta leik

Aðeins 3 dagar eru í fyrsta leik sumarsins en í fyrstu umferð eiga okkar menn útileik gegn Augnablik. Leikið verður í Fífunni og hefst leikurinn klukkan 14:00 á laugardaginn. Leikmannahópurinn er vel innstilltur á komandi verkefni en nokkrir lykil leikmenn eru að slást við meiðsli og óvíst með þáttöku þeirra í fyrsta leik. Um þessar… Read more »

Dalvíkurvöllur í slæmu ásigkomulagi

Dalvíkurvöllur kom gífurlega illa undan vetri eins og sjá má að meðfylgjandi myndum. Ljóst er að völlurinn er illa kalinn og fara þarf í kostnaðarsamar aðgerðir til að ná lífi í hann aftur. “Um 250 kg af fræi verða sett í völlinn með tvöfaldri krosssáningu ásamt því að töluvert magn af sandi verður sett á völlinn…. Read more »

Ingólfur Árnason í D/R (STAÐFEST)

Ingólfur Árnason hefur gert tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun því leika með liðinu næstu tvö ár. Ingólfur, sem er 25 ára miðjumaður, ætti að vera Dalvíkingur vel kunnugur því hann lék með liðinu árið 2.deild árið 2013 við góðan orðstír. Það sumar lék Ingó 23 leiki fyrir D/R og skoraði í þeim 3… Read more »

Fyrsti vinningur í happdrættinu genginn út

Handhafi af happdrættismiða númer 533, sem hlaut fyrsta vinning í Páskahappdrætti Knattspyrnudeildar Dalvíkur er fundinn. Í dag mættu þeir feðgar Sigurður Rúnar Sigurðsson og Vilhjálmur Sigurðsson, 13 ára Akureyringur, og náðu í Segway offroad hjólið sitt sem var í boði Samleið ehf. Þeir feðgar voru sannarlega himinlifandi með nýju græjuna sína og lofðu að kaupa… Read more »

Velkomin á nýja heimasíðu

Velkomin á nýja heimasíðu Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Heimasíðan er ætluð Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis ásamt Barna- og Unglingaráði Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Heimasíðan verður reglulega uppfærð með nýjustu fréttum og tilkynningum sem snúa að knattspyrnunni í Dalvíkurbyggð. Spennandi tímar eru framundan fyrir félagið okkar. Sumarið er handan við hornið og fyrsti leikur hjá D/R er þann 12. maí. Einnig hefur félagið… Read more »

Tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum

Í gærkvöldi lék Dalvík/Reynir gegn Þór Akureyri í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var í Boganum á Akureyri. Leiknum lauk með 3-1 sigri Þórsara en mark okkar manna skoraði Kristinn Þór Björnsson. Þórsarar fara því áfram í næstu umferð og mæta þar HK. Leikskýrsluna má sjá HÉR

Dalvík/Reynir áfram í Mjólkurbikarnum

Á dögunum vann D/R góðan sigur gegn Geisla frá Aðaldal í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikarinn er nýtt nafn á bikarnkeppni KSÍ þetta árið. Leikið var þann 15.apríl á KA-vellinum. Leikurinn endaði með 2-0 sigri okkar manna en mörkin skoruðu þeir Ingvar Gylfason og Pálmi Heiðmann Birgisson. Í næstu umferð munu strákarnir okkar leik við Þór… Read more »

Búið að draga í Páskahappdrættinu

Búið er að draga í Páskahappdrættinu 2018 Vinningaskránna má sjá hér að neðan. Til að nálgast vinninga, vinsamlegast hafið samband hér í gegnum Facebook eða þá við einhvern af stjórnar- eða leikmönnum liðsins. Takk fyrir þátttökuna allir!

Lengjubikarnum lokið

Þá er Lengjubikarnum lokið þetta árið en okkar menn í D/R unnu í dag 2-1 sigur gegn Tindastól. Mörkin gerðu hinir eitruðu Snorri Eldjárn Hauksson og Jóhann Örn Sigurjónsson. Liðið hefur sýnt mikinn karakter eftir erfiðan vetur og skelfilega byrjun á Lengjubikarnum og endar í 2. sæti í riðlinum, með jafn mörg stig og Afturelding sem vinnur riðilinn… Read more »

Kelvin Sarkorh í Dalvík/Reyni (STAÐFEST)

Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við Bandaríska varnarmanninn Kelvin Sarkorh um að leika með liðinu næsta sumar. Kelvin, sem er 25 ára gamall, var hér á landi fyrr í vetur og fangaði hann athygli þjálfara og stjórnar. Kelvin er líkamlega sterkur og kraftmikill varnarmaður en hann er fæddur í Líberíu en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Hann hefur leikið… Read more »